Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

THL-2036

Lögð er áhersla á útfærslu eigin hugmynda út frá grunnsniðum og sniðútfærslum í minni skölum. Þjálfun í skapandi og sjálfstæðum vinnubrögðum. Nemendur eiga að skilgreina forsendur og skipuleggja vinnuferli. Mikilvægt er að nemandinn þroski og þrói með sér tilfinningu fyrir formi, litum, notagildi og listrænu yfirbragði. Tölvunotkun varðandi hugmyndavinnu og upplýsingaöflun. Aukin færni í símati eigin hugmynda og framkvæmd verksins. Lögð er megináhersla á það hvernig sauma á yfirhöfn, fóðra flík og sauma í teygjanleg efni. Nemendur læra mikilvæga grunnvinnu sem er fólgin í að sauma prufuflíkur, máta á gínu og gera sniðbreytingar. Einnig kunnátta í að vinna með snið fyrir dömu-, herra- og barnafatnað. Aukin þekking á sniðútfærslum fyrir mismunandi vaxtarlag. Kynning á sérhönnun á íþrótta-, einkennis- og vinnufatnaði auk fatnaðar fyrir fatlaða. Vettvangsheimsóknir og fyrirlestrar tengdir námsefninu. Þátttaka í sýningu er æskileg.
  • Undanfari: THL 103
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014