FRA-2036

Tal, orðaforði daglegs lífs, menning
Áfram er unnið að aukinni færni nemandans í hlustun, tali, lestri og ritun. Jafnhliða nýju efni er námsefni fyrri áfanga rifjað upp. Viðfangsefnin eru m.a. tengd daglegu lífi, atvinnu, ferðalögum, fríi og liðnum atburðum. Veruleg áhersla er á aukinn orðaforða, málfræði og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í tali og ritun í tengslum við námsefnið.

Nemendur fá fræðslu um franskt þjóðlíf, siði og venjur samhliða námsefninu.

  • Undanfari: FRA 103