Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

FÉL-4036

Aðferðafræði
Fjallað verður um eðli og tilgang vísinda og helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda í því ljósi. Þá verður rætt um kosti þeirra og galla. Bornar verða saman megindlegar og eigindlegar rannsóknir, tengsl þeirra við kenningar skoðuð og hvernig ólíkar aðferðir tengjast mismunandi sjónarmiðum um eðli þekkingar innan félagsfræðinnar. Rætt verður um aðferðafræðileg og siðferðileg vandamál tengd rannsóknum og sú umræða tengd gagnrýninni umfjöllun um niðurstöður rannsókna. Rannsóknarferlinu er lýst og fjallað um úrvinnslu, greiningu og kynningu gagna.

Meginmarkmið áfangans er að auka áhuga, þekkingu og skilning nemandans á rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar til þess að hann verði fær um að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísindamanna og beita þeim í nokkrum mæli.

Efnið er kynnt með fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu nemenda og síðan vinna nemendur rannsóknarverkefni þar sem þeir fá þjálfun í að beita einni eða fleiri rannsóknaraðferðum og sýna öguð vinnubrögð með því að fylgja vísindalegu rannsóknarferli. Nemendur kynnast því hvernig tölfræðiforrit eru notuð til að vinna úr könnunum. Fyrir utan hefðbundin kennslugögn er ætlast til að nemendur geti nýtt sér Netið við upplýsingaöflun: þeir eiga að geta fundið gögn, unnið með þau og haft samskipti við aðra um efni áfangans.

  • Undanfari: FÉL 3X3
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014