Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

FÉL-2036

Frumkvöðlar og kenningar
Í þessum áfanga er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar greinarinnar. Samfélagið er skoðað í ljósi mismunandi kenninga og nokkrar þekktar rannsóknir innan félagsvísinda skoðaðar. Farið er yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur þjálfaðir í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélagslegum málefnum. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist dýpri skilning á hugtökum sem kynnt eru í FÉL 103 og setji þau í fræðilegra samhengi.

Fjallað er um frumkvöðla félagsfræðinnar, Comte, Durkheim, Marx og Weber, og framlag þeirra til greinarinnar. Farið er í helstu kenningar, svo sem samvirkni-, samskipta- og átakakenningar. Fjallað um sjálfsmyndina og táknræn samskipti, m.a. út frá kenningum Goffmans. Nemendur læra um félagslega lagskiptingu, frávik, fjölmiðla og áhrif þeirra (þar á meðal Netsins), enn fremur kynhlutverk, og skoða þessi viðfangefni í ljósi ólíkra félagsfræðikenninga.

Meginmarkmið áfangans er að nemandinn öðlist dýpri skilning á félagsfræðilegum hugtökum og kenningum og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. 

Efnið er kynnt með fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Lögð er áhersla á að nemendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í umræðum. Verkefnavinnan skiptist í einstaklingsverkefni og hópverkefni sem krefst agaðra vinnubragða og samvinnu. Fyrir utan hefðbundin kennslugögn er ætlast til að nemendur geti nýtt sér Netið við upplýsingaöflun: þeir eiga að geta fundið gögn, unnið með þau og haft samskipti við aðra um efni áfangans.

  • Undanfari: FÉL 103
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014