Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

EFM-1024

Meginmarkmiðið er að neminn öðlist þekkingu og færni í meðhöndlun stáls ásamt almennri vinnslu og kunni að nota efnisstaðla.

Að áfanga loknum þekki nemandinn skilgreiningar á járni og stáli, framleiðslu járns og stáls og helstu kosti þessarra málma. Hann þekki kornabyggingu stáls og áhrif óhreininda og galla í kornabyggingunni, þekki áhrif mismunandi kælihraða á eiginleika stáls. Neminn þekki málmprófanir, flokka stáls, þekki efnisstaðla svo sem EN 10025 ásamt fleirum.

Að áfanga loknum geti nemandinn lesið úr stöðlum, sagt fyrir um áhrif af mismunandi kælingu og kælihraða, valið málmprófunaraðferðir eftir því hvaða eiginleika verið er að skoða og geti valið stál eftir aðstæðum.

Að áfanga loknum hafi nemandinn gott vald á almennri vinnslu og meðferð smíðastáls, þó ekki herslu.

  • Undanfari: Enginn
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014