Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

VIÐ-2236

Fjármál 2
Áfanginn byggir á þeim grunni sem lagður var í áfanganum VIÐ 123. Fjallað er nánar um helstu viðfangsefni fjármála og fjármálastjórnunar. Gerð er grein fyrir hagrænu mikilvægi fjármagnsmarkaða og lögð áhersla á að nemendur skilji og geti túlkað helstu upplýsingar sem koma fram á fjármálamarkaði. Fjallað er um íslenska verðbréfamarkaðinn með sérstaka áherslu á hlutabréf. Farið er í samval verðbréfa og áhættuhugtök tengd verðbréfasöfnum. Þá er fjallað um nokkur helstu viðfangsefni fjármála fyrirtækja og gerð grein fyrir afleiðum með mismunandi undirliggjandi eignum. Rík áhersla er lögð á leikni nemenda við úrlausnir fjármálaviðfangsefna. Æskilegt er að kennslan fari að nokkru leyti fram í tölvuveri þar sem nemendur geta notað töflureikni eða annan hentugan hugbúnað við lausn verkefna.
  • Undanfari: VIÐ 123 og STÆ 203
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014