VST-1036

Bulluvélin, sögulegt yfirlit (Lenoir, Otto, Diesel). Áhrif vélvæðingar í sjávarútvegi og siglingum. Flokkun aflvéla. Grundvallarhugmyndir að baki bulluvélinni og munur á aðstreymi eldsneytis og lofts í otto-bulluvél og dísilvél. Vinnuhringur bulluvéla, bæði tvígengis og fjórgengis og helstu mæligildi. Bygging bulluvélar, helstu hlutar hennar og efni. Eldsneytisolíukerfi, einstakir þættir þess. Prófun eldsneytistækja, rekstur og viðhald. Blöndun eldsneytis og lofts. Snúningshraðastilling véla. Dælur, vinnumáti og bygging. Skolunarkerfi fjór og tvígengisdísilvéla og forþjöppur. Smurolían, smurolíukerfi og einstakir þættir þess. Smuraðferðir, rekstur og viðhald smurkerfa. Ræsing bulluvéla og ræsiloftskerfi. Í verklegum tímum er áhersla lögð á umhirðu búnaðar í vélarrúmi. Undirbúningur undir gangsetningu, keyrsla, stöðvun og frágangur dísilvéla. Áhersla er lögð á bilanagreiningu.

Undanfari: Engin