BÓK-2136

Tölvubókhald
Gert er ráð fyrir að nemendur sem fara í þennan áfanga hafi fullt vald á bókhaldshringrásinni, geti hafið bókhald og lokað því samkvæmt reglum tvíhliða bókhalds. Í þessum áfanga er tölvutæknin notuð til þess að færa bókhald eftir fylgiskjölum. Farið er yfir kröfur sem gerðar eru til tölvubókhaldskerfa og varðveislu gagna sem notuð eru við slíkt bókhald. Farið er í fjárhagsbókhald, skuldunauta- og lánardrottnabókhald, sölubókhald, birgða-innkaupa bókhald og launabókhald. Nemendur læra að prenta út bókhaldsupplýsingar og búa til skýrslur úr niðurstöðum bókhaldsins, s.s. efnahags- og rekstrarreikningar, upplýsingar um sölu, innkaup, lánadrottna ofl. Jafnfram lesa úr niðurstöðum og túlka þær.
  • Undanfari: BÓK103